Að gerast brjóstagjafaráðgjafi

11.03.2012

Komið sælar!

Eftir að hafa eignast mitt fyrsta barn fékk ég mikinn áhuga á öllu sem viðkemur brjóstagjöf og finnst það mjög spennandi viðfangsefni. Ég finn hinsvegar hvergi neinar upplýsingar um það hvernig maður gerist brjóstagjafaráðgjafi og hvað það kostar og var að vona að þið gætuð bent mér í átt að upplýsingunum.

Kv. Ein með áhuga.

 


Sæl og blessuð!

Það er ánægjulegt að einhver sýnir faginu áhuga. Það er hægt að fara fleiri en 1 leið en það sem hefur mest verið notað hérlendis eru alþjóðleg samtök sem heita ILCA. Þau eru með próf á hverju ári og ef það næst er viðkomandi IBCLC brjóstagjafaráðgjafi í 5 ár. Þá þarf að sýna fram á hæfni og eftirtekt í faginu og aftur 5 árum seinna o.s.frv. Ég ætla að gefa þér upp síðuna þeirra svo þú getir fundið sjálf þær upplýsingar sem þú leitar að eins og t.d. hver skilyrði eru fyrir að fá að fara í prófið, hvað á að lesa, hvað það kostar o.s.frv. Síðan er www.ilca.org.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. mars 2012.