Spurt og svarað

11. mars 2012

Að gerast brjóstagjafaráðgjafi

Komið sælar!

Eftir að hafa eignast mitt fyrsta barn fékk ég mikinn áhuga á öllu sem viðkemur brjóstagjöf og finnst það mjög spennandi viðfangsefni. Ég finn hinsvegar hvergi neinar upplýsingar um það hvernig maður gerist brjóstagjafaráðgjafi og hvað það kostar og var að vona að þið gætuð bent mér í átt að upplýsingunum.

Kv. Ein með áhuga.

 


Sæl og blessuð!

Það er ánægjulegt að einhver sýnir faginu áhuga. Það er hægt að fara fleiri en 1 leið en það sem hefur mest verið notað hérlendis eru alþjóðleg samtök sem heita ILCA. Þau eru með próf á hverju ári og ef það næst er viðkomandi IBCLC brjóstagjafaráðgjafi í 5 ár. Þá þarf að sýna fram á hæfni og eftirtekt í faginu og aftur 5 árum seinna o.s.frv. Ég ætla að gefa þér upp síðuna þeirra svo þú getir fundið sjálf þær upplýsingar sem þú leitar að eins og t.d. hver skilyrði eru fyrir að fá að fara í prófið, hvað á að lesa, hvað það kostar o.s.frv. Síðan er www.ilca.org.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. mars 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.