Spurt og svarað

26. febrúar 2021

Vegna óléttuprófs

Góðan dag. Eg átti að byrja á blæðingum 24. Feb en ekkert hefur bólað a þeim. Svo eftir hadegi i gær tek eg próf og þa kemur mjög ljós bleik lína en se hana greinilega, tek svo 2 núna i morgun eitt svona a strimil og hún sést varla og annað á dýrara próf og staðan eins og í gær sést bleik mjög mjög ljós lína. Ég er með túrverki en enginn önnur einkenni. Seinast þegar eg var ólétt var eg kominn með einkenni aður en eg tok próf og línan kom alltaf greinilega. Getur verið að egglos hafi verið seinna í mánuðinum og hsg er ekki orðið nogu mikið? Hvað annað getur útskýrt enginn einkenni og mjög ljósar línur? Takk fyrir :)

Sæl, já það er líkleg ástæða og það getur tekið svolítinn tíma fyrir línuna að verða dökka. Það er engin meðganga eins þannig að það er alveg eðlilegt að finna minni og öðruvísi einkenni á þessari meðgöngu miðað við síðustu. Innilega til hamingju!

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.