Spurt og svarað

18. janúar 2009

Að grennast of hratt

Sælar og takk fyrir góðan vef!

Ég er með eina 3ja vikna dömu sem er á brjósti en fær smá ábót þó sérstaklega á kvöldin. Vandamálið er að ég þyngdist nánast ekkert á meðgöngu, bara um barnið og því sem því fylgir. Ég var í kjörþyng. Nú er vandamálið að ég er að léttast mjög hratt og er 3 kílóum léttari en áður en ég varð ófrísk. Ég held að það sé vegna þess að litla sýgur allt af mér. Ég borða samt vel en ég hef alltaf verið með hraða brennslu. Hvað er best að gera í svona því ég vil ekki verða eins og kústskaft í laginu? Ég á mjög erfitt með að bæta á mig líka.


 

Sæl og blessuð!

Þetta byggist allt á orkunni sem þú borðar og orkunni sem eyðist. Það fer mikil orka í að framleiða mjólk og hún tapast líka með þessum næringarríka vökva sem fer úr líkamanum. Venjulega töpum við aldrei svo mikilli næringu úr líkamanum. Þannig að þú þarft að bæta 300-500 kaloríum á dag ofan á það sem þú borðar venjulega til að halda sjálfri þér gangandi. Ef þú ert með hraða brennslu getur hjálpað að borða næringarríkar fæðutegundir. Sem dæmi má nefna fituríkar mjólkurafurðir eins og nýmjólk, rjómaís, smjör,kökur,sósur og hnetur,avókadó,banana ofl. Sumum finnst betra að nota „Build up“, milk shake eða eitthvað í þeim dúr.

Vona að þetta hjálpi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. janúar 2009

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.