Spurt og svarað

25. mars 2021

Ólétta eða ekki ?

Góðan dag, ég er að spá ég er komin á dag 41 í tíðahringnum mínum og ekkert ber ennþá á blæðingum, síðustu mánuði hef ég verið með óreglulegan tíðahring en vanalega byrja ég á 37 degi nema í síðasta mánuði þá á degi 40, ég er með sting í leginu og eins og svakalega túrverki og fékk ég líka túrverki í síðustu viku en samt engar blæðingar ennþá komið ég tók ólettupróf þegar ég var komin 1 dag fram yfir og aftur þegar ég var komin 3 daga framyfir og bæði voru neikvæð, hvað gæti þetta verið ?

Sæl, þar sem tíðahringurinn er óreglulegur getur verið að egglosið hafi átt sér stað seinna en þú áttir von á og þá seinkar öllu, það getur því ýmist verið að blæðingarnar seinki eða að þú fáir ekki jákvætt strax. Því miður er ómögulegt að segja hvort það verður á þessu stigi. Þessi einkenni geta verið til marks um hvort tveggja. Gangi ykkur vel!

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.