Spurt og svarað

27. mars 2021

Lítið legvatn

Hæhæ :) Hvað þýðir það ef maður er með lítið legvatn, er eitthvað gert í því þá td fleiri skoðanir og þess háttar eða ? Eru meiri líkur á að barnið komi fyrir settan dag og er það hættulegt fyrir barnið að það sé lítið legvatn?

Sæl, þá er legvatnsmagnið minna en gert er ráð fyrir miðað við meðgöngulengd. Ástæðurnar geta verið tengdar móður, barni, fylgjustarfsemi eða að engin skýring finnist. Sé of lítið legvatn greint þarf aukið eftirlit í formi sónarskoðana og fósturhjartsláttarrita, en eftirlitið fer eftir því hversu lítið legvatnsmagnið er og hversu langt þú ert gengin, það sama gildir um hvort barnið sé líklegra til að koma fyrir settan dag. Hvort það er hættulegt fer eftir því hversu lítið það er, ástæðunni fyrir því og hversu langt þú ert gengin þegar það greinist, en vegna aukins eftirlits er séð til þess að barnið komist ekki í hættu. Ég hvet þig til að ræða þitt tilfelli við þína ljósmóður og lækni til að fá nánari útskýringar.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.