Spurt og svarað

27. mars 2021

Barn hátt uppi

Góða kvöldið og takk fyrir frábæran vef, þið eruð æði :):) Ég er komin 30 vikur og barnið er mjög hátt uppi í bumbunni, er það ekki alveg eðlilegt og svo færir barnið sig svo neðar því lengra sem ég er komin ? Er eitthver "hætta" á ferð og gæti ég fætt fyrir settan dag ?

Sæl, jú það er eðlilegt að barnið sé hátt uppi á þessum tíma meðgöngunnar, það fer svo að færa sig neðar þegar líða fer að lokum meðgöngunnar. Sum börn eru jafnvel hátt uppi þar til fæðing hefst. Það er engin hætta á ferð, ef legvatnið fer þarftu hins vegar að leggjast niður og hringja á sjúkrabíl til að flytja þig á fæðingarstað. Að barnið sé hátt uppi eykur ekki líkur á að þú fæðir fyrir settan dag.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.