Spurt og svarað

17. maí 2009

Að mjólka sig í poka og frysta

Góðan daginn!

 Ég vil byrja á að þakka fyrir frábæran vef. Það er eitt sem ég hef ekki fundið svör við hérna inni og brennur á vörum mínum. Ég er með einn 6 vikna og brjóstagjöfin gengur mjög vel. Ég hef verið að skreppa frá eitt og eitt kvöld og byrjaði því að mjólka mig svo pabbinn gæti gefið honum á pela. Ég er með handpumpu frá Medela og henni fylgir svona peli til að pumpa í. Mér finnst þægilegra að mjólka í pelann frekar en poka en ég hef verið að frysta mjólkina til seinni nota og ætla ég að frysta í pokunum. Þá er spurningin. Ef ég mjólka mig í þennan pela (plastílát) og helli svo í pokana til að frysta er ég að rýra mjólkina?  Verða einhver næringarefni eftir í pelanum sem barnið þarfnast? Það er ekki mikil fyrirhöfn að mjólka beint í pokann og geri ég það auðvitað ef það er betra.

Með fyrirfram þökk.

 


Sæl og blessuð!

Það er í raun nokkuð sama hvernig þú ferð að þessu. Það skiptir máli að aðferðin henti þér. Það er almenn regla að forðast umhellingar ef maður getur. Þá er verið að hugsa um fituefni sem geta fests innan í íláti. Þetta skiptir miklu máli ef um fyrirbura eða veik börn er að ræða. Það skiptir ekki miklu máli ef um margra vikna hraust börn er að ræða sérstaklega ef þetta er bara eitt og eitt skipti.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. maí 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.