Að mjólka sig með sveppasýkingu

18.06.2008

Ég hef reynt að mjólka mig öðru hvoru til að eiga í frystinum. Nú er ég komin með sveppasýkingu í brjóstin og 3ja mánaða dóttir mín í munninn. Ég er að bera bæði á sveppina í munninum hennar og á brjóstunum á mér. Er í lagi að mjólka mig og frysta þá mjólk eða getur dóttir mín fengið aftur sveppasýkingu þegar hún drekkur þá mjólk seinna?


Sæl og blessuð.

Þetta er reyndar umdeilt atriði. Sveppirnir deyja ekki við frystingu en það hefur þó ekki verið sýnt fram á að konur eða börn smitist af gamalli mjólk. Sumir telja þó að það geti gerst. Ég held að þér sé óhætt að mjólka áfram það sem er nauðsynlegt og nota hana seinna en merktu hana samt sérstaklega svo þú sért meðvituð um hvaða mjólk þú ert að nota og hvenær.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. júní 2008.