Spurt og svarað

16. mars 2011

Að safna mjólk

Góðan daginn og þökk fyrir góðan vef!
Ég er með 6 vikna peyja sem allt gengur ljómandi vel með. Hann þyngist, sefur og drekkur. Hins vegar voru að koma upp alvarleg veikindi innan fjölskyldunnar og sé ég fram á að þurfa að láta hann í pössun af og til. Ég ætla því að safna eins mikilli mjólk og ég get til þess að hann fái enn þá móðurmjólk í eins miklu magni og hægt er. Því er spurning mín til ykkar : Hvernig er best að standa að því að safna. Ég er með handpumpu frá Avent sem að mér semur ágætlega við og ég á frystipoka fyrir brjóstamjólk. Á hvaða tímum er best fyrir mig að pumpa svo ég sé ekki að taka frá honum?
Kveðja A.

 
Sæl og blessuð A!
Þetta fer að dálitlu leyti eftir því hvernig þér gengur að mjólka og hve lengi barnið á að vera í pössun. Ef þú færð alveg heila gjöf í hvert sinn sem þú mjólkar er nóg að mjalta 1-2 sinnum á dag. Ef illa gengur geturðu þurft að fjölga skiptunum um helming eða meira. Ég ráðlegg þér að pumpa 1-2 klst. eftir gjöf og að mjólka bæði brjóstin. Pokann seturðu í frysti ef þú veist ekki alveg hvenær á að nota mjólkina. Ef þú veist að hún verður notuð samdægurs eða næsta dag seturðu hana í ísskáp. Það getur verið gott að hafa gott bil á milli mjalta. Aðra að morgni og hina um kaffileytið svo dæmi sé tekið. Og þú átt ekki að líta svo á að þú sért að „taka eitthvað frá“ barninu. Þetta er bara tilfærsla á gjöfum. Brjóstin eru enn að framleiða það sem barnið fær.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. mars 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.