Spurt og svarað

05. janúar 2010

Að sofa á maganum

Sælar og blessaðar!

Takk fyrir frábæran vef. Langar að forvitnast hjá ykkur. Nú er ég búin að vera með litlu skottuna mína á brjósti í 6 mánuði og gengið eins og í sögu. Hvernig er það má ég sofa á maganum þ.e.a.s á brjóstunum þegar ég er enn með hana á brjósti eða minnkar það framleiðsluna eða eitthvað? Síðan er ég einnig að velta öðru fyrir mér. Hún  er farin að fá smá graut. Málið er að hún vill og kann ekki að drekka úr neinum könnum. Ég er búin að kaupa 3 tegundir en hún bara kann ekkert á þær og vill bara helst ekki sjá þær. Ég hafði hugsað mér að hætta með hana á brjósti svona 8-9 mánaða en sé ekki fram á að geta það þar sem að hún vill ekkert annað en brjóst. Eruð þið með einhver ráð handa mér?

 


Sæl og blessuð!

Já, það er í góðu lagi að sofa á maganum. Það hefur engin áhrif á framleiðsluna.

Varðandi seinna vandamálið þitt þá er mjög mismunandi hvenær börn eru tilbúin og fær um að borða og drekka á annan hátt en af brjósti. Algengt er 5-7 mánaða en sum geta verið nokkuð lengur og alveg upp í 1 árs. Eina ráðið sem ég á handa þér er að reyna áfram. Ekki kaupa fleiri tegundir af könnum en reyndu að gefa beint af barni og reyndu mjótt rör. Prófaðu annað slagið og svo kemur þetta allt í einu.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. janúar 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.