Spurt og svarað

01. september 2021

Hversu mikið d-vítamín á að taka

Góða daginn, ég hef verið að taka vítamínið "með barni" frá gula miðanum alla meðgögnuna (Er komin 22 vikur núna). Fór bara að velta fyrir mér hvort það væri nóg D-vítamín í þeim töflum ( á miðanum er talað um 100% af ráðlögðum dagsskammti) en mér finnst upplýsingar eitthvað svo misvísandi. Er þetta nóg og ef ekki þarf ég að hafa miklar áhyggjur?

Sæl, ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir óléttar konur er 15 míkrógrömm á dag.

Með barni frá Gula miðanum inniheldur 10 míkrógrömm. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur, en getur keypt þér D-vítamín aukalega.

Þau vítamín sem er ráðlagt að taka inn á meðgöngu eru fólínsýra 400 míkrógröm og D-vítamín 15 míkrógröm.

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.