Blóðþynningarlyf á meðgöngu

31.03.2010

Er á hjartamagnýl vegna blóðtappa sem ég fékk fyrir 2 árum síðan. Er ekki mögulegt að vera á blóðþynningarlyfi á meðgöngu? Hvort sem það er Hjartamagnýl eða eitthvað annað?


Sæl og blessuð!

Jú - blóðþynningarlyf eru notuð á meðgöngu þegar þeirra er þörf. Ef þú hefur fengið blóðtappa þá þarftu að ráðfæra þig við lækni um blóðþynningarmeðferð á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31. mars 2010.