Spurt og svarað

03. febrúar 2007

Að venja af brjósti

Er að velta fyrir mér einu, er með son að verða fimm mánaða sem er eingöngu á brjósti. Ég stefni á að fara í fulla vinnu þegar hann verður sex mánaða, ekki að það sé mín heitasta ósk nema síður sé, einfaldlega leyfir buddan
ekki lengra orlof:(

Hvernig er best að haga aðlögun hans af brjóstinu á daginn? Peli og þá hvaða mjólk, sé ekki fyrir mér að ég hafi þrek í að standa í að mjólka mig, hef reynt það með misgóðum árangri!

Hvaða fæði ætti ég að byrja á að gefa honum? Er raunhæft að halda brjóstagjöf áfram á kvöldin og nóttunni?

Með kveðju og þökkum fyrir frábæran vef, Múffa


 


Sælar,
Það er mjög gott ef mæður geta mjólkað sig og gefið barninu móðurmjólkin úr pela. Það er misauðvelt/erfitt fyrir mæður að mjólka sig. Svo ef það gengur ekki þá er næsta sem er gott að gera er að taka út eina gjöf yfir daginn í
nokkra daga og gefa þá bara þurrmjólk úr pela í staðinn fram að 6 mánaða - eftir það getur barnið farið að borða og má þá fá stoðmjólk að drekka. Ég ráðlegg þér að reyna halda áfram brjóstagjöf á kvöldin og nóttunni og um morguninn áður en þú ferð í vinnu. Það er mikilvægt að gera þessar breytingar hægt og rólega -- eitt skref í einu og að breytingarnar taki langan tíma - það er best fyrir bæði móður og barn.  Ráðleggingar um næringu ungbarna eru í "bækling um næringu ungbarna" í fræðslumöppunni sem var afhent í fyrstu ungbarnavitjuninni.

Gangi þér vel,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi. 
03.02.2007. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.