Spurt og svarað

08. október 2021

Sjón ungbarna

Hæhæ hvenær fara börn að sjá eðlilega, stelpan mín er 4 mánaða en mér finnst eins og hún sjái mig ekki nema ég sé alveg ofan í henni. Finnst líka eins og hún sè bara tóm à bakvið því hún starir oft bara eitthvað allt annað ef fólk er að tala við hana ss hun horfir bara framhjá manneskjunni og út í loftið Hvenær er augnskoðun hjà svona ungbörnum?

Sæl, það er skoðað í augun á þeim þegar þau fá læknisskoðun í ungbarnaverndinni en almennilegt sjónpróf er ekki gert fyrr en barnið er orðið mun eldra. Við 4 mánaða aldur ætti hún að vera farin að gefa augnsamband og fylgja eftir hlut með augunum. Ef þú hefur áhyggjur hvet ég þig til að ræða við ungbarnaverndina. 

Kær kveðja, Hafdís Guðnadóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.