Spurt og svarað

16. nóvember 2021

Óletta

Gott kvöld. Ég fór í snemmsonar i siðustu viku og þa var ekki hjartslattur eða komin hjartslattur. Hún talaði um að belgurinn væri langur en ætti helst að vera kringlóttur. Hinsvegar er eg að farast ur einkennum. Mer er flökurt, ískalt og er alltaf svona hrollkalt þannig að eg dúða mig og er þa að stikna eftir smá stund. Er eðlilegt að vera alltaf svo hrollkalt? (heyri frekar um að konum se svo heitt) og annað ef þetta er svona cemical þungun. Ætti eg þa að vera með einkenni? Eg a að koma i næstu viku aftur i snemmsonar. Hvað þyðir að belgurinn se langur eða ekki hringlóttur?

Sæl, 

Í snemmsónar er verið að leitast efitir að sjá fóstur inn í legi og þá er algengara að belgurinn sé kringlóttur. Ræddu þetta endilega við kvensjúkdómalækninn þinn. Það getur komið fyrir að það sjáist ekki fóstur né hjartsláttur í snemmsónar, þá gæti verið að meðganga sé komin styttra á veg en áætlað var, það sé ekki þungun eða annað. Það getur verið mismunandi hvernig hormónar fara í konur. Fylgstu með einkennum áfram og ef þér líður illa, þá ráðlegg ég þér að hafa samband við lækni. 

Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.