Spurt og svarað

18. júní 2008

Að verða ófrísk með barn á brjósti

Ég vil hafa barnið mitt á brjósti sem lengst, en á sama tíma vil ég gjarnan eignast annað barn sem fyrst. Eruð þið með einhver ráð til að það takist, án þess að ég eigi á hættu að missa mjólkina?


Sæl og blessuð.

Þegar barnið er innan við 6 mánaða er gott ráð að láta barnið nota snuð. Það er líka betra að stuðla að óreglulegum gjöfum frekar en hitt. Eftir 6 mánaða aldurinn þegar barnið fer að borða þá riðlast kerfið svolítið af sjálfu sér en þá er betra að láta máltíð koma í staðinn fyrir brjóstagjöf þannig að lengri hlé myndist milli brjóstagjafa. Þá hrynur náttúrulega getnaðarvörnin yfirleitt af sjálfu sér á stuttum tíma.

Gangi þér vel.                        

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. júní 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.