Að verða ófrísk með barn á brjósti

18.06.2008

Ég vil hafa barnið mitt á brjósti sem lengst, en á sama tíma vil ég gjarnan eignast annað barn sem fyrst. Eruð þið með einhver ráð til að það takist, án þess að ég eigi á hættu að missa mjólkina?


Sæl og blessuð.

Þegar barnið er innan við 6 mánaða er gott ráð að láta barnið nota snuð. Það er líka betra að stuðla að óreglulegum gjöfum frekar en hitt. Eftir 6 mánaða aldurinn þegar barnið fer að borða þá riðlast kerfið svolítið af sjálfu sér en þá er betra að láta máltíð koma í staðinn fyrir brjóstagjöf þannig að lengri hlé myndist milli brjóstagjafa. Þá hrynur náttúrulega getnaðarvörnin yfirleitt af sjálfu sér á stuttum tíma.

Gangi þér vel.                        

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. júní 2008.