Aðstoð í brjóstagjöf

26.02.2012

Ég er ekki beint með spurningu. Mig langaði bara að benda á mikilvægi brjóstagjafaráðgjafar þegar maður lendir í vandræðum. Ég lenti í miklum vandræðum í byrjun með minn. Hann fékk slæma gulu og tók illa brjóstið og ég fékk sár. Svo fékk ég bæði bakteríusýkingu og sveppasýkingu og einhverjar bólur á geirvörtuna og það var geðveikt erfitt að gefa því það var svo sárt. Hann var farinn að fá ábót með þurrmjólk því hann var að þyngjast illa og allt var bara ömurlegt. En þetta lagaðist að lokum allt saman með hjálp ráðgjafanna á landspítalanum (sem voru báðar yndislegar) og meira að segja ábótin fór út. Hann var bara á brjósti eftir það. Þetta var ómetanleg hjálp og ég er svolítið hrædd um að ég hefði bara gefist upp fljótlega annars því þetta var svo erfitt og sárt og hann var að þyngjast illa og heilsugæslan farin að segja mér að gefa honum meira.

 


Sæl og blessuð!

Þakka þér fyrir góð orð. Það er rétt hjá þér að það er mikilvægt í brjóstagjöf að leita sér aðstoðar ef illa gengur. Það er svo margt sem er hægt að laga á tiltölulega auðveldan hátt.

Vona að það gangi svona vel hjá þér áfram.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. febrúar 2012.