Spurt og svarað

05. janúar 2022

Covid Bólusetning

Hæ ég var að velta því fyrir mér með covid bólusetningu á meðgöngu, ég er komin sirka 12 vikur á leið og fékk boð um örvunarskammt þegar ég var komin 5 vikur og var mér sagt að það væri ekki mælt með því að fara í byrjun meðgöngu en vissi sú manneskja ekki hvenær best væri að fara þannig ég var að hugsa hvenær eða hvort ég ætti að fara yfir höfuð? Takk fyrir.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina, 

Það er ráðlagt að óléttar konur fari í bólusetningu á öðrum eða þriðja þriðjung meðgöngunnar.

Barnshafandi konur hafa sömu líkur og aðrar konur að smitast af Covid-19. Reynslan hefur þó sýnt að barnshafandi konur eru líklegri til að veikjast alvarlega af Covid-19, þá sérstaklega ef konur hafa aðra sjúkdóma.

Því er mælt með bólusetningu við covid-19 til barnshafandi kvenna eftir 12 vikna meðgöngu. Það sama gildir um örvunarskammt. Mesta reynslan er með notkun mRNA bóluefna, það er pfizer og moderna og því eru þau notuð. 

Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.