Bailine og brjóstgjöf

17.02.2008

Halló, halló!

Takk fyrir mjög góðan vef sem alltaf er hægt að kíkja á og finna sér eitthvað fróðlegt lesefni. Er í lagi að fara í bailine og vera með barn  á brjósti?

Lolla.


Sæl og blessuð Lolla!

Já, þú mátt fara í Bailine með barn á brjósti. Mundu að byrja æfingar rólega og varðandi mataræði þá þarftu að passa að fá nægilega mikið af kaloríum til að framleiða mjólkina (u.þ.b. 300 meira en þú þarft sjálf).

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. febrúar 2008.