Barn á brjósti og hætta að reykja

13.02.2015

Sæl og takk fyrir frábæran vef. Ég skammast mín rosalega en er með spurningu í sambandi við að hætta reykja með barn à brjósti. Er eitthvað sem ég mà nota til þess að hjálpa mér? Ég veit sjálf að ég næ ekki bara að hætta og vantar eitthvað til að hjálpa mér, og ég vil hætta að reykja.

 

Heil og sæl og gott að þú skulir vera að taka þetta skref að hætta að reykja. Það er mjög gott og verður þér og barninu þín til mikils góðs í framtíðinni. Það langbesta í stöðunni er að þú reynir þær stuðningsmeðferðir sem í boði eru en reynir að komast af án hjálparlyfja með nikótín innihaldi. Nikótínið berst yfir í mjólkina svo að það er ekki hægt að mæla með notkun nikótín lyfja. Ég læt hér fylgja tvær slóðir sem þú ert kannski búin að skoða nú þegar en ef ekki þá geta þær komið að gagni. Ég óska þér alls hins besta í baráttunni.
http://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11981/reykingar_medganga.pdf
http://www.ljosmodir.is/?Page=notepad&ID=29
 

 

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
13. feb.2015