Spurt og svarað

15. febrúar 2012

Barn bætir hratt á sig

Góðan daginn!

 Mig langaði að forvitnast um svolítið. Dóttir mín er að verða 8 vikna og var fædd 3350 gr. og 53 cm. Hún var orðin 5530 gr. og 57 cm. þegar hún var tæplega 7 vikna og er orðin voða mjúk og fín. Ég var svo að skoða vaxtalínurit og sé að miðað við þetta er hún búin að hoppa upp um 2 kúrfur. Er þetta eðlilegt? Hún er bara á brjósti og vill drekka oft. Ég hef reynt að teygja tímann milli gjafa en það gengur illa. Hún grenjar ef hún fær ekki brjóstið sitt STRAX. Ég á strák fyrir sem er 20 mánaða og hann var alltaf svo lítill og nettur að áhyggjurnar voru í hina áttina. Fylgir þessu hlutverki að vera alltaf með áhyggjur hvort sem er af eða á.

Bestu kveðjur Bollumamma.

 


Sæl og blessuð Bollumamma!

Já, þessu hlutverki fylgja alltaf áhyggjur af næringarástandi afkvæmisins. Það er mjög eðlilegt. En að þó þér finnist þetta mikill vöxtur þá þarftu ekki að hafa áhyggjur. Börn sem eru eingöngu á brjósti þyngjast gjarnan í stökkum og það kemur að því að það hægist á.Sum eru jafnvel búttuð fram á annað árið en fara þá að renna.

Með ósk um gott gengi áfram.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
15. febrúar 2012.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.