Spurt og svarað

11. febrúar 2010

Barn grætur á brjósti

Sonur minn er 5 mánaða og grætur meira og minna á brjósti allan daginn. Stundum byrjar hann nær strax og stundum sýgur hann í smá stund verður svo reiður og öskrar. Ef ég prófa mjólka brjóstið sem hann er að drekka úr strax á eftir fæ ég mjólk og það er nóg. Hann lætur heldur ekki svona á morgnanna og nóttunni þegar er meira í brjóstinu svo ég myndi ekki halda að það sé flæðið. Hafið þið einhverja hugmynd hvað gæti verið að?

Kv.Elsa.


 

Sæl og blessuð Elsa!

Það eru reyndar nokkur atriði sem koma til greina sem skýring á hegðun barnsins. Það gæti tengst gjafastellingunni eða stuðningi við hann í gjöfinni. Það gæti líka tengst flæðinu. Líklegast er að það sé sambland af nokkrum þáttum. Það sem gefur þér góða ábendingu um hvað þú getur gert er að sumar gjafir eru betri en aðrar. Reyndu að notfæra þér það. Hvað gerirðu öðruvísi í góðu gjöfunum? Þú getur líka reynt að breyta einhverju í umhverfinu. Hugsanlega er hann með verk í eyra og þá þarftu að láta líta á það. Eins og ég segi það er margt sem kemur til greina.

Vona að þú finnir út úr þessu.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. febrúar 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.