Spurt og svarað

18. apríl 2022

Grátur uppúr svefni

Hæhæ er með eina 15 vikna hressa og flotta stelpu en hefur gerat núna í þrígang á síðustu vikum að þegar hún er að leggja sig þá grætur hún svo sárt uppúr svefni, ekkert virkar til að stöðva gráturinn og þó ég taki hana upp og haldi á henni og reyni að hugga hana þá hvorki hættir hún að gráta né vaknar. Þarf bara að bíða eftir að þetta gangi yfir eða hún vakni. Er þetta eðlilegt? Því þetta er svo sár grátur en ekki eins og sá þegar hún er þreytt eða svöng.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina. Nýburar eiga það til að gráta í svefni og er það yfirleitt ekkert til að hafa áhyggjur af. Svefnhringir þeirra eru stuttir og geta þau til dæmis grátið milli svefnhringa án þess að vakna alveg. Ef barnið er grátandi í svefni og þú ert nokkuð viss um að það sé ekki svangt, vanti nýja bleyju eða sé of heitt eða kalt er allt í lagi að gefa því tíma til að komast sjálft í næsta svefnhring eða aðstoða ef þú metur það þannig. Það ferli getur tekið nokkrar mínútur. Önnur ástæða fyrir því að barn getur grátið í svefni er að barn er orðið of þreytt þegar það fer að sofa.

Ef þú hefur áhyggjur af því að eitthvað annað gæti verið að valda vanlíðan hjá barninu hvet ég þig til að ráðfæra þig við ungbarnaverndina. Gangi ykkur vel.

Bestur kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.