Spurt og svarað

21. apríl 2022

Tvíburameðganga: líkur á kvillum o.fl.

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef. Ég er ólétt af eineggja tvíburum (monochorionic diamniotic). Ég hef hingað til verið með allar mælingar í góðu lagi, er gengin rúmar 15 vikur. Ég er í kjörþyngd. Hverjar eru líkurnar á að fá meðgöngukvilla eins og háþrýsting, sykursýki og annað? Ég veit að líkurnar aukast með tvíburum, en finn hvergi nákvæmar tölur. Ég á eina meðgöngu að baki þar sem allt gekk vel, nema ég fann fyrir grindargliðnun síðasta mánuðinn, og bætti verulega á mig bæði aukakílóum og bjúg. Sú meðganga endaði í keisara, eftir misheppnaða gangsetningu. Ég geri mér grein fyrir að líklega munu tvíburarnir koma á sama hátt í heiminn, þó mér þætti það spennandi kostur að reyna leggangafæðingu, ef aðstæður leyfa. En samkvæmt sumum vefsíðum sem ég hef skoðað er ekki mælt með því fyrir tvíburafæðingu eftir fyrri keisara. Hvernig er það á Íslandi?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Til hamingju með krílin. 

Það geta verið auknar líkur á kvillum á borð við meðgöngeitrun, háþrýsting og mögulega meðgöngusykursýki. Það getur þó verið erfitt að finna nákvæmar tölur á líkindum því margt annað hefur einnig áhrif á líkur,  það er þyngd konu, erfðir og annað. Hér eru ágætis almennar upplýsingar um tvíburameðgöngu. 

Þú ert hraust og í kjörþyngd og hefur upplifað áður eðlilega meðgöngu. En bjúgur er oft eðlilegt einkenni í lok meðgöngu. En það er aukið eftirlit á tvíburameðgöngu, bæði með þér og tvíburunum þínum í móðurkviði.

Það er einnig mismunandi eftir rannsóknum hversu miklar líkur það eru, hér er t.d. ein rannsókn sem gefur til kynna auknar líkur á meðgöngueitrun. Hér er ein sem tekur fyrir meðgöngusykursýki.

Í sambandi við fæðingarmáta þá er mikilvægt að þú ræðir plön um fæðinguna við ljósmóður þína og fæðingarlækni í meðgönguvernd. Þar getið þið rætt saman um þína möguleika og óskir í fæðingu. Jafnvel að ræða aðeins fyrri fæðingu ef það er það sem þú óskar. 

Gangi þér vel, 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.