Spurt og svarað

24. apríl 2022

Ofsafenginn kláði

Sælar, ég er komin 9v+2d á fyrstu meðgöngu og fyrir tvem vikum fékk ég sturluð ofnæmisviðbrögð þar sem ég endaði uppi á slysó. Ég hef aldrei verið með ofnæmi fyrir neinu og núna láta þessi viðbrögð á sér kræla reglulega. Ég var viðþolslaus af kláða fyrstu næturnar og svaf ekki neitt, kláðinn er miklu verri á kvöldin með upplhleyptum reiðum útbrotum um algjörlega allann líkamann, nema kannski á maganum. Er þetta eitthvað sem þið hafið heyrt um eða hafið ráð við? Kv, þreytta konan

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina. Ef kláði er til staðar á meðgöngu er ástæða til að nefna það við ljósmóður og/eða lækni. Kláði er algengur á meðgöngu, en hann er yfirleitt vægur og meinlaus. Mismunandi er hvernig hann birtist og getur hann verið staðbundinn eða um allan líkamann. Stundum sjást útbrot eða roði þar sem kláðinn er.

Hér getur þú lesið um kláða á meðgöngu, mögulegar orsakir og úrræði. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.