Spurt og svarað

26. apríl 2022

Belgjafesta/kantfesta naflastrengs

Góðan dag, ég geng með eineggja tvíbura og komst að því í 16vikna sónar að annar tvíburinn er með naflastrenginn festann í jaðri fylgjunnar (belgjafesta/kantfesta). Það er smá stærðarmunur á fóstrunum, sem mældist líka í 12 vikna skoðun. Ég hef áhyggjur af þessu... hvaða þýðingu getur þetta haft fyrir mig og ófætt barnið mitt? Ég finn engar upplýsingar á íslensku um þetta. Með fyrirfram þökk, verðandi móðir.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina. Þegar naflastrengur er fastur við jaðar fylgjunnar fær hann ekki eins góðan stuðning frá fylgju eins og ef hann myndi fá ef hann myndi festast á miðri fylgju. Auknar líkur eru á að naflastrengur festist á jaðri fylgjunnar á fjölburameðgangu líkt og í þínu tilviki. Þegar naflastrengur festist í jaðri fylgju er aukin áhætta á vaxtaskerðingu fósturs en með auknu eftirliti og reglulegum sónum er hægt að fylgjast með náið með vexti fóstursins og meta hvort vaxtaskerðingin sé þess eðlis að beyta þurfi einhverjum úrræðum. Yfirleitt gengur vel þrátt fyrir þessa staðsetningu naflastrengs, þá sérstaklega þegar þetta er greint tímalega og viðeigandi eftirlit á sér þ.a.l. stað. 

Ég hvet þig til að ræða við ljósmóður og fæðingarlækni sem sinna þér á meðgöngu og greina frá áhyggjum þínum til að fá viðeigandi stuðning og fræðslu. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.