Spurt og svarað

08. júní 2022

minnkandi einkenni um 8 vikur

hæhæ, ég á samkvæmt snemmsónar að vera komin um 8 vikur á leið.. og er hingað til búin að vera með mikla ógleði, spennu í brjóstum, togverki og tilheyrandi en núna seinustu tvo daga er ég varla búin að finna fyrir neinum einkennum, er það eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? smá túrverkja seiðingur inná milli samt. við annars sáum og heyrðum hjartslátt í seinustu viku, eru minni líkur á missi ef að við erum búin að sjá og heyra hjartslátt? er búin að missa tvisvar fyrir þetta og hef rosa miklar áhyggjur af þessu öllu saman það var enginn hjartsláttur þegar að ég missti í seinustu tvö skiptin. takk fyrir frábæran vef annars! það er mikils virði að geta leitað sér upplýsinga

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Eftir að hjartsláttur hefur sést í snemmsónar þá eru minni líkur á fósturláti, en talið er að fimmtungur þungana endi í fósturláti á fyrsta þriðjung en um 3% eftir að hjartsláttur hefur sést í sónar. Því miður get ég ekki sagt til um með einkenninn, það er mismunandi hversu mikil ógleði finnst, togverkir og brjóstaspenna. 

Farðu vel með þig og fylgstu áfram með. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.