Spurt og svarað

09. júní 2022

Ælir þurrmjólk

Góðan dag, Sonur minn er að verða 6 vikna, og hefur nú verið einungis á þurrmjólk í viku. En síðan hann byrjaði að vera einungis á þurrmjólk hefur hann ælt rosalega!! Erum að tala um gusur sem koma uppúr honum. Erum búin að prófa nan og núna hipp og það er sama sagan. En við getum samt ekki séð að honum líði illa eða pirringur í maganum, hann fer ekkert að gráta áður en hann ælir eða eftir. Hvað er til ráða?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Spurning hvort að hann sé með bakflæði sem er algengt á þessum tíma. Þá er mikilvægt að halda honum uppréttum í smá tíma eftir gjafir og sjá hvort það minnki ælurnar. Einnig að passa að hann ropi eftir gjafir. Ég ráðlegg þér að leita til ungbarnaverndar ef það hjálpar ekki. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.