Spurt og svarað

30. júní 2022

14 daga tíðarhringur

Góðan daginn. Ég hef fylgst vel með blæðingunum mínum undanfarin 2,5 ár. Hætti þá á getnavörnum og síðasta 1 ár höfum við maðurinn minn verið að reyna við að verða ólétt. Eigum 1 barn sem er að verða 5 ára gamalt nú þegar. Allt í góðu með það, höfum ekki mikið verið að stressa okkur á því að ekkert sé að gerast. Ég hef alltaf verið mjög regluleg með 28/29 daga tíðahring. Svo núna í þessum hring byrjar að koma ljósbleik útferð í 2 daga á 12. degi tíðahringsins og svo fossblæðir frá og með 14. degi og er núna dagur 3 að klárast og allt ennþá fossandi. Hef varla undan að skipta um túrtappa og þarf að hafa bindi einnig til að passa að það flæði ekki útum allt. Hef fengið miklar blæðingar fyrstu dagana í venjulegum tíðahring en finnst eitthvað óþægilegt núna að þær hafi byrjað á 14.degi. Vildi athuga hvort þið vissuð meira um þetta, hvað gæti valdið þessu? Hvort þetta sé eitthvað sem ég ætti að láta athuga hjá kvensjúkdómalækni? P.s. Hef ekki farið í neina bólusetningu nýlega (síðast í desember 2021) Með kærri kveðju og fyrirfram þökkum.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Ekki er víst hvað er að valda breyttum tíðahring hjá þér eða svona miklum blæðingum.

Gott væri að heyra í kvensjúkdómalækni og fá athugun ef þú hefur áhyggjur. Einnig vegna þess að þið hafið reynt í 1 ár að verða ólétt, þá getur verið gott að huga að leita til læknis. Hér eru uplýsingar um frjósemi. 

Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.