Spurt og svarað

07. júlí 2022

Úthreinsun eða blæðingar?

Hæhæ, Nú er barnið mitt orðið 6 vikna og uthreinsun kláraðist fyrir um 2 vikum. Svo byrjaði að blæða allt í einu aftur, fyrst kom dökkbrúnt blóð(nanast svart) svo kemur fersk blæðing og soldið mikil blæðing. Er þetta túr eða úthreinsun? Það fylgja vægir túrverkir núna allt í einu með sem hafa ekkert verið alla úthreinsunina (nema í byrjun þegar legið var að draga sig saman). Hún er nær eingöngu á brjósti og fær stöku sinnum ábót svo ég er ekki viss hvað ég á að halda. Og ef þetta er túr er óhætt að byrja nota túrtappa aftur ? Og ef þetta er úthreinsun ætti eg þá að láta kikja á mig ? Bkv

Góðan dag og takk fyrir fyrispurnina, 

Stundum kemur aftur smá fersk blæðing í úthreinsun eftir að henni hefur verið lokið um góða stund. Ef hún er ekki mikil og lyktar ekki illa þá er það líklegast eðlilegt. Einnig er mismunandi milli kvenna hvenær reglulegur túr byrjar aftur en oft byrja konur sem eru með barn sitt á brjóst seinna á reglulegum tíðahring. 

Ef hún er hinsvegar mikil (það að þú fyllir bindi mjög fljótt), illa lyktandi eða með mikinn verk yfir legi getur bent til þess að best sé að láta kíkja á þig. Athuga hvort það sé sýking eða fylgjuleifar eftir í legi. Ég ráðlegg þér að nota bindi og fylgjast með blæðingunni.

Gangi þér vel og hafðu samband við lækni ef þú hefur áhyggjur, það séu sýkingarmerki eða blæðir mikið. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.