Spurt og svarað

10. júlí 2022

Er hættulegt að strjúka mjúklega yfir bumbuna undir lok meðgöngu?

Sælar. Ég á það til að strjúka mjúklega yfir bumbuna, bæði fram og til baka eða upp og niður. Svo var mér sagt að ég ætti alls ekki að gera það. Gæti komið af stað samdráttum eða auki líkur á fyrirbura fæpingu eða eitthvað svoleiðis. En það væri í lagi að halda utan um bumbuna. Mér fannst þetta svo skrítið og verð hreinlega að spurja ykkur fagmanneskjurnar. Er þetta satt? Á maður alls ekki ekki að strjúka eigin bumbu á síðasta þriðjunginum ? Ég vona að þetta sé bull því mér finnst þetta vera leið til að tengjast barninu.

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Ekki hef ég heyrt þetta áður. Það getur verið gott fyrir tengslamyndun að strjúka yfir bumbuna og tala til barnsins síns. Að strjúka mjúklega yfir bumbuna er alveg óhætt og endilega gott að halda því áfram til að tengjast barni sínu. 

Samdrættir á síðasta þrjiðung meðgöngu (fyrir tímann, <37 vikur) eru algengir og eðilegir þegar þeir eru verkjalausir og líða hjá við hvíld. 

Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.