Spurt og svarað

14. júlí 2007

Bítur af sér brjóstið...

Halló og þakkir fyrir góðan vef.

Ég er í vandræðum með litlu stelpuna mína. Þannig er mál með vexti að hún er orðin 6 og hálfs mánaða, fædd á aðfangadag og er nánast hætt að vilja brjóst. Hún þarf að vera að lognast útaf eða hálfsofandi til að ég geti gefi henni. Hún er komin með þrjár tennur og ef ég ætla að reyna að gefa henni mjólk fyrir mat þá bítur hún mig eða fer að væla og reynir að setjast upp, eins eftir mat ef ég ætla að gefa henni. Þetta hefur farið minnkandi eftir að ég fór að gefa henni mat sem var um fyrir mánuði síðan.  Þá var allt í lagi hún vildi brjóst alveg jafn mikið og þegar hún var ekki að fá mat. Smám saman hefur hún dregið úr þessu og nú er svo komið að hún vill bara alls ekki mjólk nema á nóttunni, ekki á kvöldin fyrir svefninn, ekki á morgnanna og ekki á daginn. Hún vill ekki pela, kann ekki á stútkönnur eða rör. Ég hef samt gefið henni vatn úr stútkönnu sem lekur úr með matnum en ef hún kysi sjálf þá myndi hún ekki vilja það. Það sem ég hef
mestar áhyggjur af er hvort hún sé að þorna upp. Hún slefar samt alveg. Hún kúkar mikið og kúkurinn er alltaf blautur. Hún fær þurrgrauta, ávaxtamauk og kjöt- og grænmetismauk. Hún er alveg pottþétt ekki að fá þessa 500 ml af mjólk á sólarhring sem mælt er með að börn fái. Spurningarnar mínar eru:

  • Þarf ég að hafa áhyggjur af því að hún sé sjálf að ákveða að hætta á brjósti?
  • Á ég að halda í þessar gjafir sem ég hef getað gefið henni, sem sagt næturgjafir?
  • Þarf ég að hafa áhyggjur af uppþornun eða kúknum?
  • Á ég bara að hætta að gefa henni brjóst og fara að gefa henni úr glasi, stoðmjólk? Ég bý út á landi og stundum fæst stoðmjólkin ekki, hvað þá?
  • Á ég að blanda þurrgrautana með mjólk frekar en vatni?

 

Kærar þakkir fyrir, Mamman.


Sælar!

Ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að hún vilji sjálf hætta á brjósti - oft er það þannig að börnin hætta smá saman á brjósti - sérstaklega þegar þau eru byrjuð að borða mat. Ég ráðlegg þér að halda í þær gjafir sem að hún vill drekka - það munar um allt fyrir hana.  Ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af því að hún þorni of mikið upp- yfirlétt reyna börnin að bjarga sér - gera sig skiljanleg um að fá meiri vökva - þú verður náttúrulega alltaf að bjóða henni að drekka mjólk eða vatn með matnum - og á milli mála - hún lærir smá saman að drekka úr stútkönnu eða jafnvel úr glasi. Ef stoðmjólkin er ekki til - þá má gefa þurrmjólk. Ég held að það væri ráðlegt hjá þér að blanda grautana með mjólkinni - hún fær meiri orku úr því.

Gangi ykkur vel.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. júlí 2007.

Ég er alveg ráðalaus á þessu uppátæki hjá henni, gott væri að fá einhver svör.Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.