Spurt og svarað

11. júlí 2022

fósturmissir og einkenni

Góðan daginn Ég er komin 8v og 3d. Það blæddi smá hjá mér í kringum 6 viku og ég fékk smá túrverki. Það hefur ekkert blætt síðan og ég er búin að vera mjög óglatt ásamt öðrum hefðbundnum einkennum óléttu. Er einhver séns að ég hafi misst fóstrið þarna á 6 viku en er enn með einkenni óléttu eða hefðu einkennin farið?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Erfitt er að segja til um það en blæðing á fyrsta þriðjung meðgöngu er algeng þrátt fyrir lifandi fóstur. Blæðing getur komið frá leghálsi, legi, verið hreiðursblæðing og fleira. Það eru allar líkur á það sé orsök blæðingar ef hún er lítil. 

Þó er talið að um fimmtungur þunguna endi í fósturláti á fyrsta þriðjungi og blæðing er oft fyrsta einkenni þess, lítil eða mikil. Algengara er þó að einkenni fósturláts séu með mikilli blæðingu, meiri en tíðablæðingar jafnvel ásamt verkjum. Stundum halda óléttueinkenni áfram vegna þess að hormónin eru áfram í blóðinu í einhvern tíma eftir. 

Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.