Spurt og svarað

15. ágúst 2010

Blæðingar og brjóstagjöf

Sælar og takk fyrir góðan vef!

Ég á 8 mánaða gutta og hefur brjóstagjöfin gengið mjög vel. Hann er farinn að borða vel af fastri fæðu en hefur verið að drekka af brjósti 3-4 yfir daginn og fengið svo pela (þurrmjólk) fyrir nóttina. Fyrir viku síðan byrjaði ég aftur á blæðingum og síðustu tvo daga hefur barnið ekki viljað sjá brjóstið. Eru þekkt tengsl þarna á milli? Eða er hann einfaldlega búinn að fá nóg af brjóstinu?


 

Sæl og blessuð!

Börn á þessum aldri eru ekki mikið að hætta sjálf á brjósti. Þetta er frekar tími sem þau fara gjarna í verkfall á ef það er eitthvað þeim á móti skapi eða er að trufla þau. Já, það er þekkt að truflun verður á brjóstagjöf þegar blæðingar byrja. Það tengist hormónabreytingum og við það getur orðið bragðbreyting á mjólkinni og líka getur dregið tímabundið úr framleiðslu. Flest börn taka upp fyrri háttu eftir fyrstu daga blæðinga en maður veit svosem aldrei í hvaða átt verkfall þróast. Stöku sinnu er það upphafið að endalokunum. Vona að svo hafi ekki verið hjá þér.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
15. ágúst 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.