Spurt og svarað

06. nóvember 2022

Sörur, súkkulaðimús, bernaise og smjörkrem

Góðan dag. Langaði að athuga hvort að það væri í lagi að borða heimagerðar sörur, súkkulaðimús, bernaise sósu og smjörkrem sem innihalda gerilsneydd egg/eggjarauður? Nú útbý ég allt ofantalið á þann hátt að það hitast ekki mikið og eldast þ.a.l. ekki heldur. Ég hef samt alltaf talið að það væri í lagi að borða þetta á meðgöngu svo lengi sem eggin séu gerilsneydd en er núna að efast þar sem að þau eru hrá?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Eflaust margir sem velta fyrir sér því sama á þessum tíma árs. Ef notuð eru gerilsneydd egg þá ætti að vera í lagi að neyta þeirra matvæla. Við gerilsneyðingu eiga allar sjúkdómsvaldandi örverur að eyðast og því í lagi þrátt fyrir að þau séu hrá. Venjuleg hrá egg í búðum eru ekki gerilsneydd og því möguleiki á salmonellusýkingu ef ekki elduð nægilega. En fást gerilsneydd í flöskum í mörgum búðum. Gangi þér vel og góðan jólabakstur. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.