Blæðingar, pillan og brjóstagjöf

22.08.2005
Hæ eg eignaðist yndislega stelpu fyrir 2 mánuðum.  Ég er með hana eiingöngu á brjósti og er á pillunni sem ég byrjaði á fyrir 1/2 mánuði. Útferðinn hætti hjá mér fyrir svona 3 vikum. Nú er ég byrjuð á blæðingum.Er það eðlilegt?  Svo er ég kominn með hálsbólgu og kvef og slappleika líka. Smitast hún af mér af þessu?
 
............................................................
 
Komdu sæl og til hamingju með stelpuna.
 
Það er alveg eðlilegt að byrja á blæðingum þegar þú ert byrjuð á pillunni en þær geta verið óreglulegar og jafnvel stoppað í einhverja mánuði meðan þú ert með hana á brjósti.  Það er líka alveg eðlilegt.  Í móðurmjólkinni eru mótefni sem þú framleiðir gegn þessari pest sem þú ert með og þannig ver brjóstamjólkin stelpuna þannig að allar líkur eru á að hún veikist ekki.
 
Gangi ykkur vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
22.08.2005.