Spurt og svarað

08. janúar 2023

Verkir í mjöðum

Hæhæ, ég er komin 24 vikur og er alveg að drepast í mjöðmunum þegar ég sef á hliðinni (sérstaklega mjaðmabeininu). Ef prufað að setja púða á milli fótana en það virkar bara í smá tíma en svo kemur verkurinn aftur og hann leiðir alveg niður fótinn :( er eitthvað sem ég get gert þar sem ég er alveg að bugast eftir nokkrar svefnlausar nætur :(

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Líkt og þú nefnir að þá getur það hjálpað til að vera með púða milli lappa en gott er að hafa bakvið eyrað að staðsetja kodda milli hnjáa og hæla svo fætur liggji samsíða. Einnig getur það veitt stuðning að setja léttan púða undir kúluna. Þá getur snúningslag gert þér auðveldara fyrir með snúninga og aðrar hreyfingar á nóttunni.

Heitt bað/sturta og heitir bakstrar geta hjálpa til við að létta á verkjum í grind. Einnig getur reynst vel að nudda létt stífa vöðva í mjöðmun og/eða á mjóbaks svæði. Bæði er hægt að þiggja nudd frá stuðningaðila eða notast við nudd bolta eða nudd rúllu. 

Þegar verkir í grind fara að gera vart við sig er gott að upplýsa ljómsmóður í meðgönguvernd um ástandið. Í kjölfarið getur ljósmóðir veitt ráðleggingar og vísað á viðeigandi meðferðaraðila sem geta aðstoðað við stoðkerfisvandamálin.

Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.