Blaðra full af mjólk

30.05.2006

Sælar

Þannig er að ég er með blöðru á annarri geirvörtunni sem er full af mjólk. Þarf ég að sprengja hana? Ef svo er má ég þá stinga á hana?

Takk.


Sælar!

Jú það þarf að sprengja svona blöðru. Þú getur farið til hjúkrunarfræðinga eða ljósmæðra í heilsugæslunni til að fá aðstoð við þetta eða til brjóstagjafaráðgjafa. Það þarf að nota sótthreinsaða sprautunál svo ekki komi sýking.

Með kveðju, 

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
30. maí 2006.