Spurt og svarað

06. febrúar 2023

heitur infra salur

Hæhæ, og takk fyrir frábæra heimasíðu. Ég er búinn að reyna að afla mér upplýsinga um hvort það sé í lagi að fara í heita tíma á meðgöngunni og fann inn á ykkar síðu bæði að það væri í lagi og svo annar þráður um að það væri ekki í lagi - er hægt að fá nýtt svar um hvort það sé í lagi alla meðgönguna að fara í heita tíma :) ?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Almennt er ekki ráðlagt að stunda hreyfingu í heitum sal á meðgöngu. Á meðgöngu hækkar hjartsláttur og það verður aukið blóðflæði og líkaminn getur orðið viðkvæmari fyrir hitabreytingum. Það er sérstaklega ráðlagt að forðast ofhitnum á fyrstu vikum meðgöngunnar fyrir litla krílið sem er að vaxa.

Hreyfing er mikilvæg á meðgöngu og hvatt er til að stunda reglulega hreyfingu. Oft er ráðlagt er að geta alltaf talað upphátt í gegnum þá hreyfingu sem er stunduð á meðgöngu, það er merki að hjartsláttur (púls) sé ekki of hár, mikilvægast er að hlusga á líkamann. 

Infra rauðir geislar eru ekki skaðlegir á meðgöngu en of hár púls (hjartsláttur) og þurrkur er ekki góður fyrir líkamann eða barnið á meðgöngunni.

Ef þú ert vön að fara í heita tíma þá gætu aðrar ráðleggingar gilt seinna á meðgöngunni en almennt vegna hættu á ofhitnunar, þurrks og háum púls þá er ráðlagt að stunda hreyfingu í venjulegum sölum. En eins og ávalt að hlusta á líkama sinn og hafa nóg af vökva meðferðis í hvers konar hreyfingu sem er stunduð. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.