Spurt og svarað

08. febrúar 2023

Gæti ég verið ólétt?

Hæhæ. Ég hætti á Cerazette pillunni mið október þar sem ég og kærastinn minn ákváðum að reyna á barneignir. Ég byrjaði ekki á blæðingum fyrr en í nóvember og hef verið á reglulegum blæðingum síðan þá, en hef alltaf verið að byrja 2 dögum fyrr á blæðingum en ég ætti miðað við þessar 4 vikur (þ.e.a.s byrja á blæðingum eftir 3 vikur og 5 daga frá byrjun seinasta tíðahringt). Ég er ekki viss hvenar ég er með egglos en miða það við ca 2 vikur frá byrjun tíðahrings. Ég byrjaði seinast á blæðingum 19 janúar og ætti þessvegna að byrja aftur á þriðjudaginn 14 febrúar miðað við seinustu tiðahringina. Fyrir 2 dögum síðan (6. Feb) tók ég eftir pínu litlum blóðdropa í pappírnum ásamt virkilega ljósbleiku slími/útferð, svo kom ekkert í gær en hef séð pínu litla blóðlínur og fölbleikt slím (meira glært en hvítt, en samt eitthvað bleikt) í dag. Hef einnig fundið fyrir sting/seyðing í brjóstin inn á milli, en samt ekki bæði brjóstin í einu. Ég tók óléttupróf í morgun (8. Feb) eftir að ég vaknaði (hafði farið á klósettið ca 3 tímum fyrr), en það var neikvætt. Gæti ég samt verið ólétt þrátt fyrir neikvætt próf? Kannski vert að taka það fram að ég er í mjög mikilli yfirþyngd, bmi yfir 40, en reyni að borða hollt, hreyfi mig slatta í vinnunni og tek folíat og önnur vítamín. Er mjög hröð á fótum þrátt fyrir stærðina :) Bestu kveðjur.

Sæl, takk fyrir fyrirspurnina

Erfitt er að segja til um það með þessum upplýsingum í gegnum netið. Flest þungunarpróf eru ekki örugg fyrr fáeinum dögum, jafnvel einum dag fyrir áætlaðar tíðir. Ég ráðlegg þér að taka aftur þungunarpróf eftir nokkra daga ef tíðablæðingar hafa ekki byrjað. Fals neikvætt próf eru algeng ef þau eru ekki tekin á réttum tíma, þá bæði ef þau eru ekki tekin að morgni til (þá er hormónið hCG sem mest í þvaginu, sem er mælt með þungunarprófi) og á réttum tíma áður en tíðablæðingar eiga að hefjast.

Frábært að þú sért að taka inn fólat! Haltu því endilega áfram. Einnig er ráðlagt að taka inn D-vítamín og omega 3. Hér er góðar upplýsingar á Heilsuveru, um ráðleggingar varðandi öðrum næringarefnum sem þarf að huga að á meðgöngu líkt og joði og járni. Góð heilsa, mataræði og hreyfing hjálpar varðandi frjósemi og á meðgöngunni sjálfri. 

Ef seinna þungunarpróf reynist jákvætt þá hefuru samband við ljósmóður í heilsugæslu upp á meðgönguvernd. Gangi þér vel. 

Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.