Spurt og svarað

15. ágúst 2010

Blóð í hægðum barns

Sælar, og takk fyrir frábæran vef!

Stúlkan mín er rétt rúmlega fjögurra mánaða og í dag kom blóð með hægðunum hjá henni. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Getur þetta verið eðlilegt eða hvað ráðleggið þið mér að gera?

 


Sæl og blessuð!

Það þarf að reyna að finna út hvaðan blæðingin kemur. Nokkuð algengt er að sár á geirvörtum skili blæðingu í hægðum. Þannig að þú skalt skoða vel og vandlega vörturnar og ofan í allar fellingar. Stundum geta harðar hægðir valdið blæðingu við endaþarm en þá er blæðingin mjög fersk. Það kemur líka fyrir að örlitlar æðar bresti í brjósti. Það lagast eftir 1-2 daga. Ef hins vegar blæðingin heldur áfram og þú finnur enga skýringu er rétt að þú fáir álit læknis.

Með bestu óskum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
15. ágúst 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.