Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
25. apríl 2023
Hæ, ég er þrítug og hef ákvedid ad hætta á pilluni, hef heyrt svo slæma hluti. Ég er í gódu sambandi og þad væri ekki slæmt ad verda ólétt þó ég sé ekkert endilega ad reyna þad ákkurat núna. Ég var ad spá hvort þad þýddi ad ég yrdi ad hætta ad drekka áfengi, þar sem ég er hætt á pilluni, ef ég yrdi svo óvart ólétt? Ef ég drekk áfengi er þad mesta lagi 1 sinni í viku Mbkv
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Ef þú ert að hætta á getnaðarvarnapillunni og vilt ekki reyna að eignast barn strax þá ráðlegg ég þér að skoða aðrar getnaðarvarnir. Ef þú kýst hormónalausar getnaðarvarnir þá er í boði smokkurinn og koparlykkjan. Getur lesið þér betur um það á Heilsuveru hér.
Ef engin getnaðarvörn er notuð þá er líklegt að þungun geti átt sér stað. Ég ráðlegg þér þá að taka inn fólínsýru (400 míkrógrömm) daglega ef þú ætlar ekki að vera á getnaðarvörn. Því fólínsýra er mikilvæg á fyrstu vikum meðgöngunnar, oft áður en einstaklingur veit af þunguninni. Getur lesið þér betur til um næringu á meðgöngu hér.
Ekki er ráðlagt að drekka áfengi á neinum hluta meðgöngunnar en oft er ekki vitað af þungun fyrr en um 4 vikna meðgöngu. Það er ekki til margar rannsóknir um efnið en ef drukkið er hóflegt magn aðeins fyrstu vikurnar virðist það ekki hafa mikil áhrif. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.
Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.