Spurt og svarað

27. apríl 2023

Barn yfir meðalstærð

Góðan dag. Ég er komin 34 vikur og skv. vaxtarsónar er barnið tæplega 12 merkur núna. Lítur samt allt vel út og samsvarar barnið sér vel. Fór að velta fyrir mér hvort að stærð fósturs og þroski heila og taugakerfis fari saman? S.s. ef ég myndi fæða fyrir tímann hvort að barnið mitt væri þá kannski bara tilbúið? Eða hvort að það ætti enn eftir að ná ákjósanlegum þroska heila og taugakerfis þrátt fyrir að vera í eðlilegri þyngd?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina, 

Stærð fósturs eitt og sér segir ekki til um fósturþroska. Börn geta verið stór eða smá miðað við meðgöngulengd, en ýmsir þættir geta stjórnað stærð fósturs. Full meðgöngulengd (37-42 vikur) er ákjósanleg fyrir fósturþroska en stundum eru þó ábendingar eru fyrir því að barn þurfi að koma fyrr í heiminn. 

Gott er að taka það fram að það getur alltaf verið til staðar einhver skekkja í mælingum vaxtarsónars. Ég hvet þig að ræða niðurstöður við ljósmóður í þinni meðgönguvernd og einnig bera undir ljósmóður ef einhverjar vangaveltur/áhyggjur eru til staðar.

Bkv. Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.