Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
28. apríl 2023
Hæhæ Ég er að velta einu fyrir mér. Ég er komin 19v og mér finnst þungunareinkennin hafa minnkað og eins finnst mér ég ekki finna neinar hreyfingar (hef ekki gert það). Er þetta eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? Það hefur ekkert blætt eða óeðlilega mikil útferð (ætla að taka það fram). Veit að hreyfingar geta verið mismunandi og komið seinna á fyrstu meðgöngu
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Eftir fyrsta þriðjung meðgöngu fer styrkur ákveðinna óléttuhormóna minnkandi í blóði og sömuleiðis fara þá oft einkenni meðgöngu, sem hafa verið til staðar, minnkandi. Þar sem fósturhreyfingar eru oft ekki komnar á þessum tímapunkti getur þessi tími reynst erfiður þar sem bæði þessi fyrstu einkenni meðgöngunnar og fósurhreyfingar geta verið mikilvæg gildi fyrir verðandi foreldra. Bæði það að einkennin eru að minnka og að þú hafir ekki enn fundið fyrir fósturhreyfingum á þessum tímapunti er eðlilegt.
Algengast er að byrja að finna fyrir fósturhreyfingum á milli 16. og 20. viku en þó gæti það verið bæði fyrr og seinna. Hafir þú áhyggjur ráðlegg ég þér að hafa samband við ljósmóður í meðgönguvernd.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.
Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.
Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.