Spurt og svarað

07. maí 2023

Ætti ég að taka óléttu próf?

Góðan daginn. Mig langar aðeins að forvitnast, ég sá á netinu að ef egglos próf er tekið rétt fyrir blæðingar og það kemur upp jákvætt að það gæti mögulega þýtt ólétta. Einnig sá ég mörg comment hjá konum þar sem þær sögðu að þær hafi lent í því að fá jákvætt egglos próf og svo óléttu próf strax eftir. Ég á að byrja á blæðingum eftir nokkra daga(er á degi 30 í tíðarhringnum), ég ákvað að prófa egglos próf sem var 100% jákvætt. Ætti ég að taka óléttu próf? Eða er þetta algjört rugl með egglos prófið? Eða hækkar kannski bara LH þegar blæðingar nálgast og þess vegna var egglos prófið mitt jákvætt?

Góðan daginn, 

Egglospróf mælir LH (Luteinizing hormone/ Gulbússtýrihormón) í þvagi, hormónið örvar líkamann að hafa egglos. Hér er ágætis mynd sem sýnir styrkleika hormóna í tíðahring þegar það verður ekki þungun. Athugið að myndin er einungis skýringarmynd og ekki eru allir einstaklingar með alveg eins tíðahring. Egglos er oftast um miðjan tíðahring ef hann er reglulegur. LH ætti aðeins að mælast í þvagi ef það er egglos á þeim tíma. 

Þungunarpróf mælir hCG (Human chorionic gonadotropin). Það hormón tekur við af LH ef það verður frjóvgun (á 5-6. degi eftir frjóvgun). Hér er ein mynd sem sýnir það. 

Þó virðast vera dæmi um að egglos próf reynist jákvæð rétt fyrir áætlaðar blæðingar vegna þess að þungun sé til staðar. Þau greina hCG þungunarhormón í þvaginu en eru ekki hönnuð í þeim tilgangi. 

Ég ráðlegg þér að taka þungunarpróf ef þú telur þig vera þungaða. 

Gangi þér vel og bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.