Bólga á börmum og í leggöngum

18.09.2008

Ég er komin 26 vikur á leið og barmarnir og leggöngin eru svo bólgin, finn til þar þegar ég geng. Hef ekki haft samfarir lengi, þannig að það er ekki ástæðan. Er með mikla útferð sem hefur varið næstum alla meðgönguna en þessu fylgir enginn sviði eða kláði eða neitt eins og sveppasýking venjulega lýsir sér. Er þetta eðlilegt? Fann ekki fyrir þessu á síðustu meðgöngu.


Sennilega ertu með æðahnúta á börmunum en það er frekar algengt á meðgöngu.  Aukinn þrýstingur og breyting á blóðrás veldur þessu og ekki mikið hægt að gera nema hvíla sig vel og liggja þegar færi gefst til að létta á þrýstingum.  Þetta hefur ekki áhrif í fæðingunni þar sem þetta hverfur þá en getur komið aftur þegar barnið er komið út. Oftast lagst þetta svo alveg á fyrstu vikunum eftir fæðinguna.

Talaðu samt endilega um þetta við ljósmóðurina þína í næstu skoðun.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
17. september 2008.