Spurt og svarað

10. janúar 2007

Bólga í sjálfri geirvörtunni

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég á einn 4 mánaða snáða sem er eingöngu á brjósti og gengur allt vel fyrir utan eymsli sem hafa hrjáð mig mjög lengi í hægra brjóstinu. Ég var að spá, getur maður fengið bólgu í sjálfa geirvörtuna, þá er ég ekki að meina vörtubauginn. Mér finnst ég finna hnúð í sjálfri geirvörtunni og er aum ef ég geri t.d. dyrabjölluviðbragðið. Allt er mjúkt og fínt vinstra megin og ef ég nota dyrabjölluaðferðina er engin fyrirstaða eins og mér finnst vera í hægra brjóstinu.  Það er eins og það sé lítil hörð baun bakvið.  Ég fæ líka af og til sára stingi í brjóstið og verki sem ég get ekki fundið neina sérstaka skýringu á.  Er einhver ástæða fyrir mig að biðja þær hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að kíkja á brjóstið mitt?

Bestu kveðjur, Brjóstabína.


Sæl og blessuð Brjóstabína.

Já, það er reyndar hægt að fá sýkingu í einhvern af fitukirtlum vörtunnar. Það er reyndar sjaldgæft og hverfur oftast af sjálfu sér. Stundum er þetta þó til leiðinda og þarf að opna til að það hreinsist. Það er ekki erfitt að greina þetta ef maður veit að hverju maður á að leita. Ég mæli með að þú fáir skoðun fagmanns með tilliti til þessa. Ég er ekki viss um að þær á Leitarstöðinni gætu hjálpað til með þetta. Fáðu allavega fyrst skoðun.                    Gangi þér vel. 

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. janúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.