Spurt og svarað

31. ágúst 2023

Brjóstagjöf á næturnar

Hæhæ Ég á 7 vikna stelpu og nú er farið að verða lengra á milli gjafa á næturnar, alveg 5-6 tímar stundum. Þarf ég að pumpa mig a milli þegar hún sefur svona lengi svo ég haldi mjólkinni? Eða aðlagast framleiðslan mín?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er eðlilegt að á þessum tíma fari að lengjast milli gjafa á næturnar. Mjólkurframleiðsla aðlagast almennt breyttri rútínu og þörfum barns og ættir þú ekki að þurfa að pumpa aukalega þegar gjöfum fer fækkandi.

Í einhverjum tilvikum getur ljósmóðir eða hjúkrunarfræðingur í ungbarnavernd ráðlagt að pumpa aukalega. Það gæti meðal annars átt við þegar barn er fyrirburi, léttburi, fylgir ekki þyngdarkúrvu eða markmiðið sé að auka framleiðslu af öðrum ástæðum. 

Ef þetta svara ekki spurningu þinni ráðlegg ég þér að hafa samband við ungbarnavernd á þinni heilsugæslu.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Einarsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.