Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
16. október 2023
Góðan daginn Mig langar svo að spyrja út í útferð á meðgöngu. Ég er komin 13 vikur og er búin að vera alla meðgönguna með mikla útferð. Þarf alltaf að ganga um með bindi. Ég finn stundum eins og ég sé leka(svipað og þegar maður er á blæðingum). Hun er oftast glær en stundum gul leg og slímug. Ljósan mín segir að þetta sé eðlilegt en þetta er önnur meðgangan mín og þetta var ekki svona seinast. Þetta er líka bara að aukast. Er þetta eðlilegt?
Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Aukin útferð á meðgöngu er oft einn glæsilegur fylgikvilli meðgöngu. Það þarf ekki að hafa áhyggjur ef það er eðlileg lykt af útferðinni, hún er glær/hvítleit og þunn/slímug. Þetta gerist oft á meðgöngu vegna auknignar á blóðflæði og hormónum.
Ef útferðin verður þykk/illa lyktandi/ öðruvísi á litinn/verkir eða önnur óþægindi fylgja er réttara að láta ljósmóður/lækni vita til að athuga málið frekar. Fylgstu endilega áfram með og hafðu samband við ljósmóður í meðgönguvernd ef eitthvað breytist.
Gangi þér vel og bestu kveðjur, Elfa Lind Einarsdóttir, ljósmóðir.
Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.
Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.