Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,
Hvenær tíðarblæðingar hefjast á ný eftir fæðingu er persónubundið og er yfirleitt stjórnað af þáttum líkt og hvort barn sé á brjósti eða ekki, styrkur hormóna í líkamanum og hvernig bataferli eftir fæðingu hefur verið.
Þó svo að brjóstagjöf sé talin seinka komu tíðarblæðinga er það ekki algilt og getur það því verið algjörlega eðlilegt að byrja snemma á blæðingum líkt og í þínu tilfelli.
Fyrstu tíðarblæðingar geta hafist nokkrum vikum eftir fæðingu en einnig ekki komið fyrr en eftir ár eða jafnvel lengri tíma. Hafir þú áhyggjur tengdar tíðarhring þínum, hvort sem það er magn blæðinga, óregluleiki eða annað hvet ég þig til að ráðfæra þig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.
Bestu kveðjur, Ilmur Björg Eianrsdóttir, ljósmóðir.