Spurt og svarað

17. október 2023

Blæðingar eftir meðgöngu

Góðan dag Ég á þriggja mánaða gamalt barn sem ég er eingöngu með á brjósti og ég var að byrja í annað sinn á blæðingum eftir meðgönguna. Er eðlilegt að tíðarblæðingar byrji svona snemma?

Góðan dag og takk fyrir fyrirspurnina,

Hvenær tíðarblæðingar hefjast á ný eftir fæðingu er persónubundið og er yfirleitt stjórnað af þáttum líkt og hvort barn sé á brjósti eða ekki, styrkur hormóna í líkamanum og hvernig bataferli eftir fæðingu hefur verið. 

Þó svo að brjóstagjöf sé talin seinka komu tíðarblæðinga er það ekki algilt og getur það því verið algjörlega eðlilegt að byrja snemma á blæðingum líkt og í þínu tilfelli. 

Fyrstu tíðarblæðingar geta hafist nokkrum vikum eftir fæðingu en einnig ekki komið fyrr en eftir ár eða jafnvel lengri tíma. Hafir þú áhyggjur tengdar tíðarhring þínum, hvort sem það er magn blæðinga, óregluleiki eða annað hvet ég þig til að ráðfæra þig við kvensjúkdómalækni. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur, Ilmur Björg Eianrsdóttir, ljósmóðir.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.